Minja- og handverkshúsið Kört

Fjalla-Eyvindur og Halla

Sunnudaginn 1. júlí klukkan 13:30 verður afhjúpað sagnaskilti um Fjalla-Eyvind og Höllu við Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík. Kjartan Ólafsson fræðimaður og fyrrverandi alþingismaður heldur að því loknu erindi um Fjalla-Eyvind og Höllu ásamt stuttri myndasýningu í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Kjartan á slóðum Fjalla-Eyvindar í Drangavíkurfjalli.

Minja- og handverkshúsið Kört

Kaffikvörn smíðuð af Þorsteini Þorleifssyni

Kaffikvörn smíðuð af Þorsteini Þorleifssyni

Trékyllisvík er náttúruperla á Ströndum þar sem hægt er að njóta stórbrotinnar náttúru og fjölskrúðugs dýralífs. Selir, fuglar, rekaviður, klettar og fjöll setja svip sinn á svæðið. Í Trékyllisvík miðri stendur minja- og handverksúsið Kört sem er fallegt safn með munum frá miðöldum til okkar tíma ásamt úrvali af fallegu handverki og listmunum unnum af heimafólki. Skálar og skúlptúrar úr rekavið, textílverk, handprjónaðir vettlingar, sokkar og lopapeysur, skartgripir og fleira. Komið og njótið lifandi leiðsagnar, skoðið fallegt handverk, fáið upplýsingar um svæðið og setjist niður með kaffibolla í notalegu umhverfi.

 

Skál úr hvalbeini eftir Valgeir Benediktsson

Skál úr hvalbeini eftir Valgeir Benediktsson

Kört styrkir byggð og mannlíf í Árneshreppi og enginn sem fer um Strandir ætti að sleppa því að koma þar við, skoða safnið og handverkið og fá upplýsingar um svæðið. Frá Kört er stutt í alla þjónustu svo sem verslun, bensínafgreiðslu, sparisjóð, kaffihús, hótel gistiaðstöðu, tjaldsvæði, sundlaug og bátsferðir.